_SOS8918_xlarge.jpg

ÞVERFAGLEG ÞJÓNUSTA

 
 

GREINING OG ENDURHÆFING

Við bjóðum upp á markvissa skimun og kortlagningu á færni þinni og hindrunum. Þannig fæst niðurstaða um hvað þarf að vinna með og með hvaða hætti er talið árangursríkt að bæta hæfni þína og getu. Sú niðurstaða getur einnig nýst í að setja upp markvissa áætlun í þinni endurhæfingu. Hæfi býður upp á gerð læknisfræðilegra endurhæfingaráætlunar og eftirfylgni hennar.

Vinsamlegast hafðu samband við þinn lækni vegna þessarar þjónustu.

BAK- OG VERKJAMEÐFERÐ

Hjá Hæfi starfa sumir af fremstu sérfræðingum okkar á sviði greiningar og meðhöndlunar í bakverkjum. Þú getur pantað tíma hjá sérfræðingum okkar í síma 5 11 10 11.

Þá bjóðum við upp á 2ja vikna fræðsluprógram, Bakmennt.  Farið er í gegnum markvissa fræðslu hjá lækni, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum. Kenndar eru æfingar, líkamsvitund og líkamsbeiting auk núvitundar og slökunar svo eitthvað sé nefnt.