NÁMSKEIÐ

bakleikfimi.jpg

BAKLEIKFIMI

Rannsóknir sýna að hreyfing er ein besta meðferðin við langvinnum verkjum (verkjum sem hafa varað lengur en 3 mánuði) og hefur skilað betri árangri en nudd, liðlosun, rafmagnsmeðferð og bylgjur svo eitthvað sé nefnt.

Bakleikfimi er áhrifarík, sannreynd meðferð við verkjum í baki, hálsi eða mjaðmagrind og hafa (af þeim sökum) ekki getað stundað mikla líkamsrækt að undanförnu.  Leikfimin hentar því vel fyrir byrjendur og þá sem eru viðkvæmir fyrir álagi.

Í tímunum er unnið með líkamsbeitingu, jafnvægi, styrk og stöðugleika.

Bakleikfimi er byggð þannig upp að byrjað er með góðri upphitun og standandi æfingum fyrir jafnvægi, líkamsvitund og styrk.  Þá eru gerðar æfingar á dýnu þar sem áherslan er á að styrkja vöðva í baki, hálsi, öxlum og mjaðmagrind.  Í lokin  er endað með góðum vöðvateygjum og slökun.

Hóparnir okkar eru fámennir þannig að hver og einn einstaklingur fær góða aðstoð, leiðréttingar eftir þörfum og persónulega fræðslu.  Allir þátttakendur fá heimaæfingar.

UMSJÓN

Guðný Björg Björnsdóttir  Sjúkraþjálfari

Guðný Björg Björnsdóttir
Sjúkraþjálfari

Elsa Sæný Valgeirsdóttir  Sjúkraþjálfari

Elsa Sæný Valgeirsdóttir
Sjúkraþjálfari

 
 

TÍMAR
Þriðjudaga 14:00–14:45

VERÐ
Nánari upplýsingar í síma 511-1011