NÁMSKEIÐ

Vatnsleikfimi.jpg

VATNSLEIKFIMI UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA

Vatnsleikfimi er æfingaform sem getur hentað vel þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi.

Í vatninu er líkaminn léttari og álag á liðamót er minna. Það er því algengt að þeir sem eru með stoðkerfisverki eigi auðveldara með að gera æfingar í vatni heldur en á þurru landi. Þá býður vatnið upp á náttúrulegt viðnám sem getur hjálpað til við að styrkja vöðvana.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að æfingar í vatni geta haft jákvæð áhrif á hjarta-og æðakerfið, bætt úthald og dregið úr streitueinkennum.

Staðsetning: Mörkin, Suðurlandsbraut 66

Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00, 14.40 og 15.20.

KENNARAR

Guðný Björg Björnsdóttir  Sjúkraþjálfari

Guðný Björg Björnsdóttir
Sjúkraþjálfari

Hlynur Jónsson  Sjúkraþjálfari

Hlynur Jónsson
Sjúkraþjálfari