NÁMSKEIÐ

langvinnir verkir.jpg

KRÓNÍSKIR VERKIR OG BJARGRÁÐ

Opinn fyrirlestur hjá sálfræðingi þar sem fjallað er um orsakir og afleiðingar langvinnra verkja. Þá eru kenndar aðferðir til að takast á við verki með hugrænum og atferlistengdum aðferðum. 

Sársauki er bráðnauðsynlegt líkamlegt viðbragð, sem hefur þann tilgang að verja okkur fyrir frekari meiðslum þegar líkami okkar verður fyrir hnjaski. Þegar hins vegar sársauki er orðinn langvinnt ástand og verkir orðnir hluti af daglegu lífi fólks, liggur meira að baki. 

Hér verður farið yfir sálfræðilega þætti í sársaukaskynjun og hvernig hægt er að nýta sér vopn sálfræðinnar til að takast á við langvinna verki, bæta líðan sína og auka lífsgæði.

Miðað er við að fyrirlesturinn taki 1 klst.

Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan eða hafðu samband í síma 5 11 10 11.

KENNARAR

Lilja Sif Þorsteinsdóttir  Sálfræðingur

Lilja Sif Þorsteinsdóttir
Sálfræðingur