Þverfagleg endurhæfing og endurhæfingarmat 

Heimilislæknar og sérfræðilæknar geta sent Hæfi beiðni um þverfaglegt mat. Yfirleitt er um að ræða rafræna beiðni sem fer í gegnum Sögu kerfið, sjúkraskrákerfið sem notað er á heilbrigðisstofnunum. Þegar niðurstöður úr þverfaglegu mati liggja fyrir eru þær sendar með rafrænum hætti til tilvísandi læknis. 

nýja örin .jpg

Þegar beiðni hefur borist er hringt í viðkomandi einstakling og hann boðaður í viðtöl. Um er að ræða greiningarviðtal hjá endurhæfingarlækni, sjúkraþjálfara og sálfræðingi. Alls tekur þetta 3 klst og er lögð áhersla á að matið sé klárað samdægurs.  

Eftir viðtölin setjast sérfræðingarnir niður og fara yfir sínar niðurstöður og setja fram tillögur að næstu skrefum. Einstaklingur er boðaður á skilafund í sömu viku þar sem farið er yfir tillögurnar og næstu skref eru rædd. Við tekur 4ra vikna einstaklingsmiðuð endurhæfing þar sem áhersla er lögð á fræðslu, hreyfingu, markmiðssetningu og ýmis bjargráð kennd. Samhliða þessu getur einnig verið um að ræða einstklingstíma hjá viðkomandi fagaðila s.s. sjúkraþjálfun, sálfræðitímar, næringaráðgjöf ofl. 

Ferli í þverfaglegu mati hjá Hæfi

næsta ör klippt prufa.png

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir þverfaglegt mat:

  • Þú færð sendan tölvupóst með tímasetningum þar sem fram kemur hvenær þú átt að hitta endurhæfingarlækni, sjúkraþjálfara og sálfræðing í þverfaglegu mati. Í sama tölvupósti færðu senda tímasetningu á skilafund en þar fer endurhæfingarlæknir yfir helstu niðurstöður og næstu skref.

  • Þú ert beðinn um að svara ákveðnum spurningalistum og koma með þá útfyllta þegar þú kemur til okkar. Ef þú hefur ekki möguleika á að prenta þá út þá biðjum við þig um að koma 20 mínútum fyrir tímann til að fylla þá út. Þessir listar hjálpa okkar sérfræðingum við að fá góða yfirsýn yfir þína stöðu.

  • Þú þarft að koma í þægilegum fötum og skóm, sjúkraþjálfarinn þinn tekur tekur 6 mínútna göngupróf og styrktarpróf