NÁMSKEIÐ

Bakmennt.jpg

HÁLSMENNT

Hálsmennt er námskeið fyrir þá sem glíma við einkenni frá hálsi og herðum sem geta leitt niður í handleggi og upp í höfuð. Einkenni tengjast oft líkamsbeitingu en geta líka tengst erfiðleikum við að einbeita sér og augnhreyfingum. Einkenni lýsa sér sem verkir en einnig sem þyngsli í höfði, þreytu og svima.

Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa lent í hálshnykk eða verið lengi að kljást við einkenni frá þessum svæðum. Þessir einstaklingar þurfa talsverða aðstoð við æfingar og líkamsbeitingu. Samhliða grunnæfingunum er hverjum og einum hjálpað að finna sína hagkvæmu leið í æfingum og athöfnum daglegs lífs þar sem mikið er lagt upp úr líkamsbeitingu.

Námskeiðið er 2x í viku í 4 vikur á mánudögum og miðvikudögum kl. 13:00 -13:45

KENNARAR

Karólína Ólafsdóttir Sjúkraþjálfari

Karólína Ólafsdóttir
Sjúkraþjálfari

 

TÍMAR
Mánudaga 13:00 – 13:45
Miðvikudaga 13:00 – 13:45

VERÐ
Vinsamlegast hafið samband í síma 511-1011 eða við viðkomandi sjúkraþjálfara.