NÁMSKEIÐ

Bakmennt.jpg

BAKMENNT

Við bjóðum upp á 2ja vikna fræðsluprógram fyrir einstaklinga sem eiga við langvarandi bak- og verkjavandamál að stríða. Áhersla er lögð á markvissa teymisvinnu ólíkra sérfræðinga þannig að sem bestur heildar árangur náist. Nýttar eru viðurkenndar aðferðir byggðar á vísindalegum grunni.

Í upphafi þjónustu eru markmið sett, mælt er úthald og styrkur auk þess sem einstaklingar eru beðnir um að svara stöðluðum spurningalistum. Með þessu næst góð yfirsýn yfir stöðu og líðan einstaklingsins sem nýtt er til að setja raunhæf markmið og leiðir að þeim þegar námskeiði lýkur.

Í Bakmennt færðu markvissa fræðslu hjá lækni, sjúkraþjálfurum og sálfræðingum. Auk þessa er um verklega tíma að ræða þar sem kenndar eru æfingar, slökun, líkamsvitund og rétt líkamsbeiting.

Þá eru kenndar aðferðir til að takast á við verki með hugrænum og atferlistengdum aðferðum, ásamt núvitund (Mindfulness) og tækni sjálfs samkenndar.

Kennt er þrisvar sinnum í viku 2 tíma í senn í 2 vikur.

Næsta námskeið hefst 25. september

Vinsamlegast skráðu þig hér að neðan eða hafðu samband í síma 5 11 10 11.

KENNARAR

Anna Sólveig Smáradóttir  Sjúkraþjálfari

Anna Sólveig Smáradóttir
Sjúkraþjálfari

Lilja Sif Þorsteinsdóttir  Sálfræðingur

Lilja Sif Þorsteinsdóttir
Sálfræðingur

Berghildur Ásdís Stefánsdóttir  Sjúkraþjálfari

Berghildur Ásdís Stefánsdóttir
Sjúkraþjálfari

Guðný Björg Björnsdóttir  Sjúkraþjálfari

Guðný Björg Björnsdóttir
Sjúkraþjálfari

Jósep Ó. Blöndal  Læknir

Jósep Ó. Blöndal
Læknir

 
 

TÍMAR
Mánudaga 13:00–15:00
Miðvikudaga 13:00–15:00
Fimmtudaga 13:00–15:00

VERÐ
60.000 kr.