NÁMSKEIÐ

Hreyfiflæði mynd.jpg

JAFNVÆGI OG STYRKUR

Rannsóknir hafa sýnt að jafnvægis og styrktarþjálfun eykur gönguhraða og minnkar líkur á byltum. Einnig hafa rannsóknir sýnt að regluleg hreyfing hægir á áhrifum öldrunnar og hjálpar fólki til að viðhalda getu til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi.

Í tímum er markvisst unnið að því að styrkja helstu vöðvahópa líkamans og bæta hreyfi- og stöðujafnvægi með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum.

Uppbygging tímanna er þannig að í fyrstu er farið í upphitun þar sem lögð er áhersla á að hita upp helstu vöðvahópa líkamans. Síðan er farið í fjölbreyttar styrktar og jafnvægisæfingar. Í lok hvers tíma eru vöðvateygjur.

KENNARAR

Sigurður Jón Sveinsson Sjúkraþjálfari

Sigurður Jón Sveinsson
Sjúkraþjálfari

Orri Gunnarsson Sjúkraþjálfari

Orri Gunnarsson
Sjúkraþjálfari

Kristinn Ólafsson Sjúkraþjálfari

Kristinn Ólafsson
Sjúkraþjálfari

 

TÍMAR
Mánudagar kl. 15.00
Miðvikudagar kl. 15.00

VERÐ
Upplýsingar í síma 511 10 11
Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan eða hafðu samband í síma 5 11 10 11.