NÁMSKEIÐ
JAFNVÆGI OG STYRKUR
Rannsóknir hafa sýnt að jafnvægis og styrktarþjálfun eykur gönguhraða og minnkar líkur á byltum. Einnig hafa rannsóknir sýnt að regluleg hreyfing hægir á áhrifum öldrunnar og hjálpar fólki til að viðhalda getu til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi.
Í tímum er markvisst unnið að því að styrkja helstu vöðvahópa líkamans og bæta hreyfi- og stöðujafnvægi með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum.
Uppbygging tímanna er þannig að í fyrstu er farið í upphitun þar sem lögð er áhersla á að hita upp helstu vöðvahópa líkamans. Síðan er farið í fjölbreyttar styrktar og jafnvægisæfingar. Í lok hvers tíma eru vöðvateygjur.
KENNARAR
Sigurður Jón Sveinsson
Sjúkraþjálfari
Orri Gunnarsson
Sjúkraþjálfari
Kristinn Ólafsson
Sjúkraþjálfari
TÍMAR
Mánudagar kl. 15.00
Miðvikudagar kl. 15.00
VERÐ
Upplýsingar í síma 511 10 11
Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan eða hafðu samband í síma 5 11 10 11.