_SOS9217_original.jpg

SÉRFRÆÐINGAR

 

Hæfi leggur áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem unnið er markvisst með þær hindranir sem eru til staðar og þannig að bæta færni einstaklingsins.

Okkar styrkur felst ekki síður í þeirri miklu reynslu og þekkingu sem sérfræðingar okkar hafa á sviði þverfaglegrar nálgunar og teymisvinnu en rannsóknir hafa sýnt að þverfagleg nálgun bætir árangur og um leið eykur gæði þjónustunnar einstaklingnum í hag.

 

_SOS5299-Edit-2.jpg

Anna Sólveig Smáradóttir

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: annasolveig@haefi.is

Anna Sólveig útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá University of Alabama í Birmingham (USA) árið 2003 og er með meistaragráðu í Hreyfivísindum frá Háskóla Íslands frá 2015.

Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi frá 2004, mest á taugasviði en einnig á verkjasviði. Þá hefur hún starfað í Starfsendurhæfingu Vesturlands frá 2014 og hjá Knattspyrnufélagi ÍA frá 2010 sem sjúkraþjálfari ásamt því að hafa yfirumsjón með og sinnt meiðslaforvörnum og nú einnig styrktarþjálfun s.l. ár í meistara og yngri flokkum kvenna.

Anna Sólveig hefur kennt hópatíma í Hreyfiflæði (Fysio Flow), jafnvægisþjálfun, STOTT PILATES og haldið úti hóptímaskrá á Akranesi (Hreyfistjórn).

Anna Sólveig hefur komið að verklegri og bóklegri kennslu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi bæði á afreksíþróttasviði og á sjúkraliðabraut. Þá hefur hún verið með fræðslufyrirlestra og námskeið um líkamsbeitingu og hreyfingu fyrir vinnustaði og haldið úti Bak- og hreyfiskóla í Starfsendurhæfingu Vesturlands.


_SOS9584-Edit_xlarge.jpg

Ása Dóra Konráðsdóttir

Framkvæmdastjóri, sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: asadora@haefi.is

Ása Dóra útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1999.

Hún er einnig með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá árinu 2011 og framhaldsmenntun frá  London Business School (SEP) frá árinu 2016.

Hún starfaði sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi frá 1999-2008 á taugasviði, geðsviði og atvinnulegri endurhæfingu. Þá hefur hún einnig starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, á HL- stöðinni og sem kennari og verkefnastjóri hópþjálfunar Gigtarfélags Íslands.

Á árunum 2008-2016 starfaði hún sem sérfræðingur og sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK og bar þar m.a. ábyrgð á faglegri uppbyggingu og þróun sviðsins.

Hún hefur unnið sem verkmenntunarkennari og stundakennari við Háskóla Íslands í fimm ár og haldið fjöldann allan af fyrirlestrum innanlands sem og erlendis. Þá hefur hún tekið þátt í greinaskrifum, kaflaskrifum og rannsóknum með innlendum og erlendum aðilum á sviði endurhæfingar.


_SOS5264-Edit 1.jpg

Berghildur Ásdís Stefánsdóttir

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: berghildur@haefi.is

Berghildur Ásdís útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 1999.

Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi frá 1999 á verkjasviði, lungnasviði og við verkmenntun og sinnt stundakennslu í HÍ. Þá hefur hún einnig starfað sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, á HL-stöðinni, sem kennari og verkefnastjóri hópþjálfunar Gigtarfélags Íslands og sérfræðingur hjá VIRK.


_SOS8062-2.jpg

Birna Varðardóttir

MSc þjálffræðivísindi/íþróttanæringarfræði, BSc næringarfræði

Sími: 511 1011
Netfang: mottaka@haefi.is

Birna er með BS gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í þjálffræðivísindum/íþróttanæringarfræði frá Maastricht háskóla í Hollandi. Í námi sínu ytra starfaði Birna með helstu íþróttanæringarfræðum þar í landi og kom að ráðgjöf íþróttafólks á ýmsum stigum. Meistaraverkefni hennar fjallaði um áhrif próteininntöku á þjálffræðilega aðlögun eftir 12 vikna hjólaþjálfun meðal ungra karla. Kannaði hún þar sérstaklega hvort svörun við íhlutuninni væri mismunandi milli einstaklinga með ólíka líkamsgerð.

Birna hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir íþróttafélög og hópa, auk þess að vinna með íþróttafólki að persónulegum markmiðum. Þá kom hún að gerð ráðlegginga um næringu í tengslum við íþróttaiðkun og líkamsrækt fyrir Embætti landlæknis og vef Heilsuveru. Birna er sjálf vel kunnug íþróttaiðkun, hefur stundað hlaup frá unga aldri og er í dag yfirþjálfari hlaupahóps Fjölnis. 

Birna er mikilvægur hluti af því teymi sem starfar hjá Hæfi og sérhæfir sig í ráðgjöf og meðferð íþróttafólks.


_5041532-Edit.jpg

Bragi Reynir Sæmundsson

Sálfræðingur

Sími: 511 1011
Netfang: bragi@haefi.is

Bragi útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann hafði þá jafnframt lokið diplómanámi til kennsluréttinda frá HÍ árið 2007.

Bragi hefur starfað fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 2013 í þverfaglegu teymi sem veitir einstaklingum meðferð við margvíslegum, geðrænum vanda.

Þá hefur hann, samhliða stofuvinnu, haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra ásamt samstarfsmanni sínum, Jóhanni Inga Gunnarssyni, frá árinu 2012. Hefur sú vinna bæði náð til fyrirtækja og stofnana en ekki síður til íþróttaliða og íþróttafólks á öllum aldri enda báðir með bakgrunn úr íþróttum.

Þá hefur Bragi einnig starfað við kennslu og komið að bókaskrifum.


_SOS5331-Edit-2 copy.jpg

Daði Reynir Kristleifsson

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: dadi@haefi.is

Daði Reynir Kristleifsson útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2012.

Hann starfaði sem sjúkraþjálfari á MT stofunni sumarið 2012 og síðan hjá AFL sjúkraþjálfun frá haustinu 2012-2019. Hann hefur verið að fást við almenna sjúkraþjálfun en einnig hefur hann mikið unnið með íþróttafólki og einstaklingum í crossfit.  

Daði hefur alla tíð tileinkað sér hreyfistjórnun og fór 2017 í nám hjá Kinetic control í Bretlandi og hefur bætt reglulega við sig í þeim fræðum.

 


DSC_1550-Edit.jpg

Elsa Sæný Valgeirsdóttir

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: elsa@haefi.is

Elsa Sæný útskrifaðist 2012 sem sjúkraþjálfari frá Metropolitan University College í Danmörku. Samhliða námi starfaði hún hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Fysisk Form við að aðstoða fólk í tækjasal og hóptímakennslu.

Hún stundar diplómanám við lýðheilsufræði við Háskóla Íslands.

Hún á að baki feril sem leikmaður í meistaraflokki í blaki bæði í úrvalsdeildinni í Danmörku með Holte á árunum 2005-2011 og með ýmsum liðum á Íslandi ásamt því að hafa spilað fyrir íslenska landsliðið.

Hún starfaði hjá Sjúkraþjálfun í Sporthúsinu frá 2012-2018. Hún var aðalþjálfari meistaraflokk HK karla í blaki frá 2012-2016.

Eftir útskrift hefur hún hefur sótt ýmis námskeið í Danmörku á sviði íþróttasjúkraþjálfunar.


_SOS1364.jpg

Guðni Arinbjarnar

Bæklunarlæknir

Sími: 511 1011
Netfang: gudni@haefi.is

Guðni Arinbjarnar lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Ísland 1988. Hann lauk sérfræðiprófi í bæklunarskurðlækningum 1995, fékk sérfræðileyfi í Danmörku 1996 og í Noregi 1997.

Starfaði sem yfirlæknir á Sentralsjukhuset í Sogn og Fjordana 1997-1999 og sem bæklunarskurðlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri 1999-2007. Eftir það eingöngu starfað á eigin stofu.

Hann er nú með skrifstofu í Læknaráði, Kópavogi, skurðstofu í Handlæknastöðinni Glæsibæ í Reykjavík, skurðstofu og læknastofu á Læknastofum Akureyrar og læknastofu í Lyf og heilsu í Reykjanesbæ.

Þá er hann viðurkenndur sjómannalæknir í Noregi og á Íslandi og hefur réttindi  til útgáfu alþjóðlegra vottorða til sjófarenda. Einnig viðurkenndur “petroleumslæknir” í Noregi og hefur réttindi til að gefa út læknisvottorð til þeirra sem vinna við olíuvinnslu við Noreg.

Guðni er sjálfstætt (óháður) starfandi matsmaður varanlegs miska og örorku fyrir tryggingafélög, lögmenn og Sjúkratryggingar Íslands

Guðni hefur alla tíð sinnt mikið verkjavandamálum í stoðkerfi, þar með talið hrygg bæði greiningar og deyfingar.


_SOS5642.jpg

Guðný Björg Björnsdóttir

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: gudny@haefi.is

Guðný útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2005 og lauk meistaragráðu í greiningu og meðferð stoðkerfis (Manual Therapy) frá Curtin tækniháskólanum í Perth, Ástralíu 2008.  Guðný hlaut sérfræðiviðurkenningu frá Landlæknisembættinu 2012.

Guðný hefur sótt fjölda námskeiða hér heima og erlendis og sótt ráðstefnur á sviði sjúkraþjálfunar.

Hún starfaði hjá Táp sjúkraþjálfun frá 2005-2007. Að loknu meistaranámi starfaði hún í Englandi í 4 ár, bæði á einkastofu og spítala. Frá 2012-2018 starfaði Guðný hjá Sjúkraþjálfun Íslands í Orkuhúsinu.  Hún hefur sinnt verklegri kennslu við HÍ.

Guðný situr í stjórn Félags sjúkraþjálfara og er formaður MT félagsins (Félag sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis).


_SOS5211-Edit-2.jpg

Gunnar Kr Guðmundsson

Endurhæfingarlæknir

Sími: 511 1011
Netfang: gunnark@haefi.is

Gunnar kláraði sérnám í endurhæfingarlækningum árið 1994.

Hann hefur unnið sem endurhæfingarlæknir á Heilsustofnun NLFÍ  1995-1999 og sem yfirlæknir atvinnulegrar endurhæfingar á Reykjalundi 1999-2014. Þá hefur hann starfað sem ráðgefandi læknir VÍS frá 2014.

Frá 2014 hefur hann einnig unnið við matssörf fyrir Tryggingastofnun Ríksins, Sjúkratryggingar Íslands og hjá tryggingafélögum, auk þess að koma að mötum í endurhæfingu. Hann stýrði eigin endurhæfingarmatsteymi fyrir TR frá 2000-2008.

Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum varðandi endurhæfingarmál. Má þar nefna að hann var einn af frumkvöðlum “Hvert” sem var samstarfsverkefni heilsugæslu, TR, félagsþjónustunnar og Vinnumálastofnunar.

Þá hefur Gunnar setið í nefndum  á vegum hins opinbera varðandi skipulagningu endurhæfingar, drög að starfsgetumati og tekið þátt í ráðstefnum og haldið fyirlestra um þessi mál á erlendum og innlendum vettvangi.

Var starfandi formaður félags endurhæfingarlækna til margra ára.


_SOS9551_xlarge.jpg

Harpa Sigríður Steingrímsdóttir

Móttökuritari

Sími: 511 1011
Netfang: mottaka@haefi.is


_SOS8991-Edit.jpg

Hlynur Jónsson

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: hlynur@haefi.is

Hlynur útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2013. Hann lauk meistaragráðu frá Háskólanum í Bristol árið 2018 í Næringu, Hreyfingu og Lýðheilsu (MSc Nutrition, Physical Activity and Public Health).

Hann hefur lengst af starfað á Landspítalanum á ýmsum deildum. Hann hefur einnig unnið sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, hreyfistjóri á nokkrum heilsugæslustöðvum og á Landspítalanum og sem sjúkraþjálfari á HL-stöðinni og í Mörkinni.


_SOS9595-Edit_xlarge.jpg

Jón Stefánssson 

Móttökufulltrúi

Sími: 511 1011
Netfang: mottaka@haefi.is


_SOS5331-Edit-2.jpg

Jósep Ó. Blöndal

Ráðgefandi læknir

Sími: 511 1011
Netfang: josepb@haefi.is

Jósep Ó.Blöndal er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Stundaði nám við Læknadeild H.Í. og Hafnarháskóla og lauk embættispróf 1976/77.

Stundaði sérnám og starf í almennum skurðlækningum í Svíþjóð 1977–1984, en greip í heimilislækningar, geðlækningar og meðhöndlun alkóhólisma í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Sjúkrahúslæknir og heilsugæslulæknir á  Patreksfirði 1984–1990 og yfirlæknir St.Franciskusspítala í Stykkishólmi 1990–2017.

Fékk áhuga á orthopaediskri medicin – „stoðkerfissfræði“ 1986, og hefur hlotið menntun og þjálfun og stundað kennslu, einkum í greiningu og meðferð háls- og bakvandamála í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu.

Stofnaði ásamt Luciu de Korte, sjúkraþjálfara, Háls- og bakdeild við St.Franciskusspítala 1992 og var yfirlæknir og teymisformaður þeirrar deildar þar til í júní 2017. Haldið fyrirlestra um háls- og bakvandamál víðsvegar um Ísland sem og erlendis og  kennt sjúkraþjálfurum við H.Í.


hæfi-357.jpg

Lilja Sif Þorsteinsdóttir

Sálfræðingur

Sími: 511 1011
Netfang: lilja@haefi.is

Lilja útskrifaðist sem úr Cand.Psych námi frá Háskóla Íslands árið 2011. Fyrstu árin starfaði hún sem sálfræðingur á Reykjalundi, lengst af sem sálfræðingur lungnateymis. Að auki starfaði hún sem sálfræðingur hjartateymis síðustu tvö ár sín í starfi og þar áður hafði hún viðkomu bæði í geðheilsuteymi Reykjalundar og offitu- og næringarteymi.

Lilja starfaði sem sálfræðingur Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, í rúmlega ár frá 2014 til 2015 og rak að auki eigin stofu á tímabili undir merkjum Heilshugar – sálfræðiþjónustu.

Árið 2015 flutti Lilja til Noregs þar sem hún starfaði sem sálfræðingur á afeitrunar- og endurhæfingarstöð fyrir fólk með vímuvanda og á göngudeild offitu. Eftir heimkomu árið 2017 hefur hún sinnt meðferð hjá Sálfræðingunum Lynghálsi.

Í grunninn starfar Lilja eftir aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en nýtir sér einnig aðferðir EMDR áfallameðferðar og klíníska dáleiðslu þegar það er viðeigandi.

Að auki hefur Lilja sinnt fræðslu og námskeiðahaldi um ýmis sálfræðileg málefni, allt frá grunnfræðslu um tilfinningar og sálarlíf til hópameðferða vegna sálfræðilegra raskana.


_SOS1405 ok2.jpg

Orri Gunnarsson

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: orri@haefi.is

Orri útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2019.

Síðastliðið sumar vann hann sem sjúkraþjálfunarnemi á LSH. 

Orri hefur mikinn áhuga á íþróttum og spilar hann fótbolta með meistaraflokki Fram. 


Sigurður Jón Sveinsson

Sjúkraþjálfari

Sími: 511 1011
Netfang: sigurdur@haefi.is

Sigurður Jón útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2019. 

 Síðastliðið sumar vann hann sem sjúkraþjálfunarnemi á LSH. Þá hefur hann sinnt starfi sjúkraþjálfara hjá Þrótti Vogum fyrir meistaraflokki karla í knattspyrnu 2017-2018, ÍR hjá meistarflokki kvenna í körfubolta 2017-2018 og HK meistaraflokki karla í handbolta 2018-2019.

 Sigurður hefur farið á teipinganámskeið í tengslum við íþróttasjúkraþjálfun.